Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þóra Melsteð

(8. dec. 1823–22. apr. 1919)

Skólastjóri. Foreldrar: Grímur amtmaður Jónsson og kona hans Birgitte Breum. Fekk prýðilega menntun í æsku. Hélt stúlknaskóla í Rv. 1851–3. Tókst að koma upp (með samskotum) kvennaskóla í Rv. 1874 og stýrði honum til 1906, fekk þá frá konungi verðleikagullpening. Gaf (með manni sínum) 20 þús. kr. sjóð til að mennta ungar stúlkur.

Maður (1859): Páll sagnfræðingur Melsteð; þau bl. (Sunnanfari VIII; Unga Ísl., 5. árg.; Æskan, 9. árg.; Skólablaðið, 11. árg.;; Óðinn XX; Kvennaskólinn, skýrslur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.