Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorvarður Þórarinsson
(– – 31. mars 1296)
Hirðstjóri, riddari.
Foreldrar: Þórarinn á Valþjófsstöðum í Fljótsdal Jónsson, Sigmundssonar (Svínfellingaeða Freysgyðlingaætt) og kona hans Helga Digr-Helgadóttir.
Hafði goðorð í Austfjörðum og bjó framan af að Hofi í Vopnafirði. Var mikilmenni, manna vopnfimastur, og heldur yfirgangssamur, Kemur mjög við síðara hluta Sturlungaaldar og sögu landsins síðan. Hann gerði atför að Þorgilsi skarða, umboðsmanni konungs hérlendis, og lét vega hann og annan hirðmann konungs. Hafði því konungur þungan hug á honum, og síðastur varð Þorvarður með Austfirðingum til að ganga honum á hönd. Fór hann þá (1264) að ráði Brands byskups, föðurbróður síns, utan á fund konungs, sættist við hann og þá af honum sæmdir. Sættist við Gizur jarl 1267. Hann kom með Sturlu Þórðarsyni út með Járnsíðu (1271). Hann hafði völd um Suðurland 1276–9 og bjó þá í Odda og síðan að Keldum, var í utanför 1278–9, var þá herraður og fekk forræði með Hrafni Oddssyni yfir landinu og síðan að öllu eftir hann, en hélt sýslu um Austfjörðu. Vel var með honum og Árna byskupi Þorlákssyni fyrst, en spilltist síðar. Andaðist í Noregi.
Kona 1: Solveig Hálfdanardóttir að Keldum, Sæmundssonar.
Börn þeirra: Oddur riddari, Þórarinn(?), Solveig(?).
Kona 2: Ragnhildur, norskrar ættar (Sturl.; Bps. bmf. I.; Dipl. Isl.; Ob. Isl.).
Hirðstjóri, riddari.
Foreldrar: Þórarinn á Valþjófsstöðum í Fljótsdal Jónsson, Sigmundssonar (Svínfellingaeða Freysgyðlingaætt) og kona hans Helga Digr-Helgadóttir.
Hafði goðorð í Austfjörðum og bjó framan af að Hofi í Vopnafirði. Var mikilmenni, manna vopnfimastur, og heldur yfirgangssamur, Kemur mjög við síðara hluta Sturlungaaldar og sögu landsins síðan. Hann gerði atför að Þorgilsi skarða, umboðsmanni konungs hérlendis, og lét vega hann og annan hirðmann konungs. Hafði því konungur þungan hug á honum, og síðastur varð Þorvarður með Austfirðingum til að ganga honum á hönd. Fór hann þá (1264) að ráði Brands byskups, föðurbróður síns, utan á fund konungs, sættist við hann og þá af honum sæmdir. Sættist við Gizur jarl 1267. Hann kom með Sturlu Þórðarsyni út með Járnsíðu (1271). Hann hafði völd um Suðurland 1276–9 og bjó þá í Odda og síðan að Keldum, var í utanför 1278–9, var þá herraður og fekk forræði með Hrafni Oddssyni yfir landinu og síðan að öllu eftir hann, en hélt sýslu um Austfjörðu. Vel var með honum og Árna byskupi Þorlákssyni fyrst, en spilltist síðar. Andaðist í Noregi.
Kona 1: Solveig Hálfdanardóttir að Keldum, Sæmundssonar.
Börn þeirra: Oddur riddari, Þórarinn(?), Solveig(?).
Kona 2: Ragnhildur, norskrar ættar (Sturl.; Bps. bmf. I.; Dipl. Isl.; Ob. Isl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.