Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Þorvarðsson

(1. nóv. 1863–9. apr. 1948)

. Prestur. Foreldrar: Síra Þorvarður (d. 27. sept. 1869, 71 árs) Jónsson á Prestsbakka á Síðu og 3. kona hans Valgerður (d. 3. júlí 1895, 65 ára) Bjarnadóttir prests á Söndum í Dýrafirði, Gíslasonar. Stúdent í Rv. 1894 með 2. einkunn (69 st.). Lauk prófi í prestaskóla 25. júní 1897 með 3. einkunn (55 st.). Barnakennari tvo næstu vetur, á Þingeyri og í Rv. Settur prestur í Fjallaþingum 16. júní 1899; vígður 25. s. m.; veitt prestakallið 21. mars 1900. Settur prófastur í N.-Þingeyjarprófastsdæmi frá 24. jan. 1901 til 16. jan. 1906. Veitt Mýrdalsþing 27. apr. 1907. Sat fyrst í Norður-Hvammi, en í Vík frá 1910.

Settur prófastur í V.-Skaftafellsprófastsdæmi 2. júní 1931.

Skólastjóri unglingaskóla í Vík 1910–11; kennari við sama skóla 1911–34. Veitt lausn frá embætti 5. febr. 1934 frá 1. júní s. á. Kona (29. dec. 1898): Andrea Elísabet (d. 16. okt. 1929, 55 ára) Þorvarðsdóttir í Litlu-Sandvík í Flóa, Guðmundssonar, Börn þeirra, sem upp komust: Þorvarður aðalgjaldkeri í landsbankanum, Hjörtur verzIm. í Vík, Kristján læknir í Rv., Jón prestur í Háteigsprestakalli í Reykjavík, Valgerður átti Bjarna klæðskera Guðmundsson í Rv., Þórður dó innan við tvítugt, Svanhildur átti Sigurð kaupmann Jónsson í Rv. (BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.