Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Þorgeirsson, skáld

(1140–1207)

Hirðmaður.

Foreldrar: Þorgeir Hallason að Hvassafelli og kona hans Hallbera Einarsdóttir að Reykhólum, Arasonar. Fór utan 18 vetra og varð hirðmaður Inga konungs, en vildi engum þjóna eftir fall hans. Settist síðan að hérlendis, bjó að Hvassafelli, síðar að Hálsi í Fnjóskadal.

Mikilmenni, en heldur óvæginn.

Síðast dvaldist hann á Víðimýri. Eftir hann eru varðveitt 2 erindi.

Kona: Herdís Sighvatsdóttir (Þorgeirssonar, Skeggjasonar, en Þorgeir var samfeðra bróðir Markúsar lögsögumanns, Landn., SD.). Dætur þeirra, er upp komust: Guðný átti fyrr Þorgeir Brandsson (byskups Sæmundssonar), en síðar Eirík Hákonarson úr Orkneyjum (dótturson Sigurðar slembis), Gyríður átti Kolbein Tumason, Guðrún átti Klæng Kleppjárnsson, Hallbera átti Þórð Önundarson, Ingibjörg átti Brand Knakansson á Draflastöðum. Launbörn Þorvarðs: (með Ingveldi Þorgilsdóttur, Oddasonar): Sigríður átti Hjálm Ásbjarnarson; (með Herdísi Klængsdóttur): Helga átti Teit Oddsson; (með Helgu nokkurri); Ögmundur sneis; (með Birnu Brandsdóttur): Berghildur átti Eldjárn austur í Fljótsdalshéraði (Sturl.; Bps. bmf. 1.6. Þorvarður Þorvarðsson (23. maí 1869–13. okt. 1936). Prentsmiðjustjóri í Reykjavík.

Foreldrar: Þorvarður hreppstjóri Ólafsson á Kalastöðum og kona 17 hans Margrét Sveinbjarnardóttir. Nam prentstörf ungur, en var jafnframt tekinn í Reykjavíkurskóla 1886, hætti þar námi í 3. bekk, fór utan og fullkomnaði sig í prentiðn í Kh.; vann síðan í ýmsum prentsmiðjum í Rv. um hríð, setti sjálfur upp prentverk 1902, var síðan aðalfrumkvöðull að stofnun prentsmiðjunnar Gutenbergs og stýrði henni langa stund.

Hafði mikinn áhuga á bindindismálum og jafnaðarstefnu, enda gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þeim efnum (var t. d. um hríð bæjarfulltrúi í Rv.).

Stofnaði Leikfélag Rv. og formaður þess 7 ár framan af. Ritstjórn blaðanna: Templars 1900, Reykjavíkur 1900–2, Nýja Íslands 1904–6.

Kona 1: Sigríður Jónsdóttir útgerðarmanns í Skálholtskoti í Rv., Arasonar; þau slitu samvistir.

Börn þeirra: Rannveig átti fyrr Ólaf stúdent og bókhaldara Þorsteinsson, síðar A. Schmidt forstjóra í Montana, María átti Eirík kaupmann Kristjánsson á Akureyri, Kjartan gagnfr. og skrifstofumaður í Rv., Ágústa átti P. Björn verkfræðing í Kh., Sigríður átti Einar ritstjóra og alþingismann Olgeirsson.

Kona 2: Gróa Bjarnadóttir, Bjarnasonar, ekkja Danielsens vélstjóra (norsks manns).

Börn þeirra Þorvarðs: Þorvarður (d. í 6. bekk menntaskólans í Rv.), Ólafur Kalstað forstjóri, Gunnar rafvirki (Óðinn IV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.