Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Ólafsson

(um 1829–29. nóvember 1872)

Hreppstjóri á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd.

Foreldrar: Ólafur dbrm. og skipasmiður sst. og í Kalastaðakoti Pétursson (hins auðga í Ólafsvík) og s.k. hans Kristín Þorvarðsdóttir í Brautarholti, Oddssonar (prests á Reynivöllum, Þorvarðssonar).

Var að námi hjá síra Ólafi Pálssyni, er hann var í Stafholti, og síra Árna byskupi Helgasyni (að því er síra Árni hefir sjálfur skrifað). Var í Kh. um hríð (líkl. 1850–2) og las dönsk lög, en ekki varð af prófi. Gerðist síðan skrifari amtmanns í Stykkishólmi og sýslumanns í Snæfellsnessýslu, bjó því næst að Staðarfelli (til um 1865) og var skrifari Boga Thorarensens, meðan hann var settur amtmaður. Sat því næst á föðurleifð sinni, Kalastöðum, til æviloka.

Eftir hann er pr.: Æviminning Ólafs dbrm. Péturssonar, Rv. 1854; Nokkurar athugasemdir um sveitarstjórnina á Íslandi, Rv. 1869; Markaskrá fyrir Borgarfjarðarsýslu, Rv. 1871.

Á margt þjóðsagna í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar; talinn mjög ritfær maður, enda bókamaður mikill og mikils metinn, manna stilltastur jafnan. Var varaalþm. Borgf.

Kona: Margrét Sveinbjarnardóttir prests að Staðarhrauni, Sveinbjarnarsonar,

Börn þeirra, er upp komust: Sveinbjörn bjó á Akranesi, Árni bókbindari fór til Vesturheims, Þóra giftist í Vesturheimi, Rannveig Kristín (hún drukknaði 1891), Þorvarður prentsmiðjustjóri í Reykjavík, Pétur formaður í Rv. Margrét ekkja hans átti síðar Ólaf járnsmið Þórðarson í Rv. Launsonur Þorvarðs (með Þóru Þórðardóttur hreppstjóra í Syðri Görðum (Hofgörðum) í Staðarsveit, Tómassonar): Óli steinsmiður, formaður og verkstjóri (Þjóðólfur 1872; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.