Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Ólafsson

(um 1604–4. dec. 1686)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Erlendsson á Breiðabólstað í Vesturhópi og kona hans Sigríður Þorvarðsdóttir, Brandssonar. Lærði í Hólaskóla. Vígðist 1628 aðstoðarprestur föður síns, tók við prestakallinu 1649, við uppgjöf föður síns, lét þar af prestskap 1685, en dvaldist þar til æviloka.

Hann var riðinn við kærur (1672) á Pál Oddsson („GaldraPál“), sem tekinn var af lífi á alþingi.

Kona: Valgerður Ísleifsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Eyjólfssonar.

Börn þeirra: Síra Páll aðstoðarprestur föður síns, síra Ólafur eftirmaður föður síns, Ísleifur ókv. og bl., Sesselja átti síra Bjarna Arngrímsson á Höskuldsstöðum, Sigríður átti Hákon að Marðarnúpi Þorkelsson sýslumanns á Þingeyrum, Guðmundssonar (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.