Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Árnason

(– – 24. dec, 1672)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Þorvarðsson í Vallanesi og s.k. hans Gróa Hallsdóttir prests í Kirkjubæ í Tungu, Högnasonar. Mun hafa fengið Klyppsstað 1640 (fremur en 1639) og hélt til æviloka, fórst í snjóflóði, sem féll á bæinn. Merkur maður, vel að sér og kenndi ýmsum skólalærdóm.

Enskir eða skozkir sjóræningjar rændu í Austfjörðum sumarið 1667, einnig á Klyppsstað. Var þetta á héraðsprestastefnu með byskupi 1669 dæmt skaði kirkjunnar.

Kona: Ólöf Ketilsdóttir prests á Kálfafellsstað, Ólafssonar,

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Árni á Þingvöllum, síra Eiríkur í Hofteigi, síra Pétur á Klyppsstað, Ögmundur sveinn Sigurðar lögmanns Björnssonar, Guðrún átti Ögmund Sigfússon prests í Hofteigi, Tómassonar; sumir nefna enn Odd, er búið hafi í Fljótsdal, og Helgu, er átti Gísla Þorvarðsson í Njarðvík (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.