Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Pétursson

(um 1675–1707)

Prestur.

Foreldrar: Síra Pétur Þorvarðsson á Klyppsstað og kona hans Guðný Oddsdóttir. Mun fyrst hafa lært hjá föðurbróður sínum, síra Árna á Þingvöllum, en síðan í Skálholtsskóla. Var í Nesi við Seltjörn a. m. k. veturinn 1701–2, líkl. í þjónustu Jóns varalögmanns Eyjólfssonar, og stundaði þá róðra. Fekk Þingeyraklaustursprestakall 4. okt. 1702, vígðist í nóv. s. á. og hélt til æviloka, dó í bólunni miklu.

Kona: Anna Lorenzdóttir Sass, danskrar ættar (þjónustustúlka á Þingeyrum, 27 ára 1703, enn á lífi 1708); þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.