Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Magnússon

(um 1670–27. okt. 1752)

Prestur.

Foreldrar: Síra Magnús Einarsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Guðrún Halldórsdóttir á Melgraseyri, Andréssonar. Fekk 1704 Sauðlauksdal, vígðist s. á. og hélt til æviloka.

Sauðlauksdalur varð fast prestsetur 1724, að gjöf erfingja Guðrúnar Eggertsdóttur í Bæ á Rauðasandi.

Kona: Bergljót (d. 3. febr. 1754, 80 ára) Gísladóttir prests að Helgafelli, Einarssonar.

Börn þeirra: Guðrún átti Egil Brandsson að Baulhúsum, Kristín átti Einar Bjarnason á Vatneyri, Magnús að Hnjóti, Elín óg. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.