Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Magnússon

(um 1590–1670)

Prestur,

Foreldrar: Síra Magnús Hróbjartsson í Holtaþingum og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Talinn orðinn prestur í Árnesi 1615, lét þar af prestskap 1666, fekk tillag af prestsetrum, fluttist að Kaldrananesi og andaðist þar, ókv. og bl. Hans getur við kærur á galdramenn í Trékyllisvík 1653–4, en vitnisburðir tveir (í Thott 2110, 4to., uppskr. í þjóðskjalasafni) eru frá honum 1658 með miklu lofi um Margréti Þórðardóttur, sem kölluð var -„Galdra-Manga“ (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.