Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Magnússon

(16. og 17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Magnús að Aurriðavatni í Fellum Þorvarðsson (í Njarðvík, Bjarnasonar) og kona hans (ónafngreind), dóttir eða systir síra Einars Árnasonar í Vallanesi. Fekk Vallanes 10. sept. 1573 og er þar enn prestur 1612, enn á lífi 1614, varð prófastur í Múlaþingi 1576 og er það enn 1609, en mun hafa sagt af sér því starfi s. á.

Kona: Ingibjörg Árnadóttir að Burstarfelli, Brandssonar prests að Hofi í Vopnafirði, Rafnssonar.

Börn þeirra: Síra Árni í Vallanesi, síra Einar á Valþjófsstöðum, Úlfheiður átti síra Höskuld Einarsson í Heydölum, Arndís átti síra Snjólf Bjarnason að Ási í Fellum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.