Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Loptsson

(– – 1446)

Bóndi á Möðruvöllum, en hafði jafnframt bú að Hlíðarenda í Fljótshlíð, Eiðum og á Strönd í Selvogi.

Foreldrar: Loptur ríki Guttormsson sst. og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir.

Stórauðugur maður og stórbrotinn. Er kunnastur að því, að hann hafði forstöðu að því með Teiti lögmanni Gunnlaugssyni að ráða af dögum Jón byskup Gereksson.

Kona (1436). Margrét (d. 1486) Vigfúsdóttir hirðstjóra hólms, Ívarssonar. Dætur þeirra: Ingibjörg átti Pál sýslumann Brandsson á Möðruvöllum, Ragnhildur átti Bjarna Marteinsson að Eiðum, Guðríður átti Erlend sýslumann Erlendsson að Hlíðarenda (Dipl. Isl::202f1:).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.