Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Kjerúlf

(1. apr. 1848–26. júlí 1893)

Læknir.

Foreldrar: Andrés Hermann Kjerúlf á Melum í Fljótsdal og kona hans Anna Margrét Jónsdóttir sst., Þorsteinssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1864, varð stúdent 1871, með 2. einkunn (77 st.), tók læknapróf 5. júlí 1874 hjá Jóni landlækni Hjaltalín, með 1. einkunn (80 st., 12 prófgr.). Var í spítölum í Kh. 1874–5. Settur 3. sept. 1875 héraðslæknir í vesturhluta Norðuramts, en skipaður 14. sept. 1876 í 14. læknishéraði og var það til æviloka. Bjó á Ormarsstöðum í Fellum. Andaðist á ferð í Seyðisfirði. Þm. Norðmýl. 1881–91 (sat ekki á þingi 1883). Vel hagmæltur. Þýddi Schúszler: Um lækningar, Rv. 1886.

Kona 1 (5. sept. 1876): Karólína (f. 22. júlí 1856, d. 11. dec. 1883) Einarsdóttir verzlunarmanns í Reykjavík, Sæmundsens.

Sonur þeirra: Eiríkur læknir.

Kona 2 (27. sept. 1886): Guðríður (f. 12. sept. 1864) Ólafsdóttir Hjaltesteds í Rv. Dóttir þeirra: Sigríður átti Þorstein kaupfélagsstjóra Jónsson á Búðareyri. Guðríður ekkja Þorvarðs læknis varð síðar s. k. síra Magnúsar Bl. Jónssonar í Vallanesi (Skýrslur;. Sunnanfari VII; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.