Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Jónsson

(12. júní [svo og Vita, 12. júlí Bessast.sk.] 1798–27. sept. 1869)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Þorvarðsson á Breiðabólstað í Vesturhópi og kona hans Helga Jónsdóttir. F. á Svalbarði. Tekinn í Bessastaðaskóla 1816, stúdent 1821, með góðum meðalvitnisburði. Var síðan hjá föður sínum. Vígðist 22. júní 1823 aðstoðarprestur síra Magnúsar Árnasonar í Fagranesi, fór utan 1824 og var þar næsta vetur, varð síðan (1828) aðstoðarprestur föður síns, fekk að vísu Ása 23. nóv. 1827, en vildi ekki við taka, fekk Hof á Skagaströnd 14. mars 1834, Miðdal 27. apr. 1841, Holt undir Eyjafjöllum 31. maí 1847, Prestbakka á Síðu 7. jan. 1862 og hélt til æviloka. Talinn vel gefinn, góður ræðumaður og raddmaður, en drykkfelldur (og þá óeirinn) og kvenhollur. Eftir hann er pr.: Nokkurar athugasemdir fyrir altarisgöngufólk, Kh. 1835.

Kona 1 (12. okt. 1825): Anna Skúladóttir stúdents að Ásgeirsá, Þórðarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Skúli að Berghyl, alþm. Árnesinga, Hannes að Haukagili í Vatnsdal, síra Jón í Reykholti.

Kona 2: Sigríður (f. 8. júlí 1819, d. 30. okt. 1854) Pálsdóttir prests í Hörgsdal, Pálssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Anna s.k. Sighvats alþm. Árnasonar í Eyvindarholti, Kristófer á Breiðabólstað á Síðu.

Kona 3: Valgerður (d. 6. júlí 1895) Bjarnadóttir prests á Söndum, Gíslasonar.

Börn þeirra: Sigríður átti Bjarna Jónsson á Geirlandi, Helga María ljósmóðir átti fyrr Ólaf Bjarnason frá Steinsmýri, síðar Gísla Halldórsson í Bakkakoti á Kjalarnesi, Jón skipstjóri á Bíldudal, síra Þorvarður í Mýrdalsþingum. Valgerður ekkja síra Þorvarðs átti síðar Eirík Þórhallason að Fossi á Síðu (Bessastsk.; Vitæ ord. 1823; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.