Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Hallsson, skáld

(um 1685–? )

Bóndi í Búlandsnesi.

Foreldrar: Hallur Þorvarðsson á Geithellum og kona hans Vilborg Steingrímsdóttir,

Kona: Emerentíana Brynjólfsdóttir, Guðmundssonar. Börm þeirra: Jakob í Búlandsnesi, Guðný s. k. síra Bergs Guðmundssonar, Katrín, Kristín, Helga, allar óg. Nafn Þorvarðs er misprentað eða mislesið Þorvaldr í I. aukabindi skrár um handritasafn landsbókasafnsins (í lyklum XVII: Skrá um rímnahöfunda). Eftir hann eru í hdr. í Lbs. rímur af ársmánuðum, af biblíu, af Grími loðinkinna.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.