Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Guðmundsson

(um 1703–4. júlí 1778)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur Lárentíusson í Stóru Lág í Hornafirði og kona hans Guðrún Hallsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1722, en í Hólaskóla 1723, og varð stúdent þaðan. Var veturinn 1727–8 í Bjarnanesi, komst þá í þjónustu Jóns byskups Árnasonar, og þókti honum svo mikil vanþekking hans, að ekki vildi hann vígja hann 1729 aðstoðarprest síra Guðmundar Högnasonar að Hofi í Álptafirði og gerði það ekki fyrr en 4. maí 1732. Síra Þorvarður fekk Klyppsstað 14. okt. s. á., lét þar af prestskap 1775. Í skýrslum Harboes fær hann mjög lélegan vitnisburð.

Kona 1: Helga (f. 1702, d. 1746) Sigurðardóttir prests að Brjánslæk, Snorrasonar.

Börn þeirra: Helga s.k. Gísla í Njarðvík Halldórssonar (prests á Desjarmýri), Guðmundur.

Kona 2 (1748). Steinunn (f. 27. jan. 1781, 73 ára) Runólfsdóttir prests á Hjaltastöðum, Ketilssonar, ekkja síra Ketils Bjarnasonar að Eiðum; þau síra Þorvarður bl. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.