Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Guðmundsson

(17. febr. 1841–18. nóv. 1899)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Guðmundur Brynjólfsson í Litlu Sandvík í Flóa og kona hans Vigdís Bjarnadóttir frá Sviðugörðum. Bjó í Litlu Sandvík frá 1865. Búhöldur og umbótamaður, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona: Svanhildur Þórðardóttir frá Sviðugörðum.

Börn þeirra: Guðmundur hreppstjóri í Litlu Sandvík, Þórður í Votmúla, Vigdís átti Boga Þórðarson að Varmalæk á Rangárvöllum, Þorlaug átti Sigurgeir verzlunarmann Jónsson í Rv., Elísabet átti síra Þorvarð Þorvarðsson í Vík í Mýrdal, Þóra átti Jón kaupmann Jónasson á Stokkseyri. Laundóttir Þorvarðs: Margrét átti Júlíus verzl„unarmann Árnason í Rv. (Óðinn XII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.