Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Erlendsson

(um 1466–1513)

Lögmaður sunnan og austan 1499–1512.

Foreldrar: Erlendur sýslumaður Erlendsson í Rangárþingi og kona hans Guðríður Þorvarðsdóttir á Möðruvöllum, Loptssonar ríka.

Var um 1490 sýslumaður í Vaáðlaþingi, en er orðinn sýslumaður í Árnesþingi 1492, síðar í Kjalarnesþingi. Hafði og prófastsdæmi um Rosmhvalanes.

Bjó einkum á Strönd í Selvogi, en síðar um tíma á Möðruvöllum í Eyjafirði, og er mjög riðinn við Möðruvallamál (um erfðir eftir Þorvarð móðurföður sinn) í móti Grími sýslumanni Pálssyni. Var þaðan runnin Möðruvallaréttarbót 1507, nefnd réttarspillir, enda afnumin 1711.

Þorvarður lögmaður andaðist í Noregi í málasóknum þessum.

Kona 1: Margrét Jónsdóttir (systir Stefáns byskups).

Börn þeirra: Erlendur lögmaður, Ragnheiður átti Orm Einarsson í Saurbæ á Kjalarnesi, Jón lögréttumaður í Rangárþingi (kann að hafa verið laungetinn).

Kona 2 (1508). Kristín Gottskálksdóttir byskups, Nikulássonar.

Dóttir þeirra: Margrét s.k. Hákonar sýslumanns Björgólfssonar á Fitjum í Skoradal. Kristín ekkja hans átti síðar Jón sýslumann Einarsson að Geitaskarði (Dipl. Isl.; Safn II; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.