Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Eiríksson

(– – 1471)

Bóndi í Dal undir Eyjafjöllum.

Foreldrar: Eiríkur slógnefur Loptsson á Grund í Eyjafirði og kona hans Guðný Þorleifsdóttir sýslumanns að Auðbrekku og Vatnsfirði, Árnasonar, Er kunnastur að því, að hann var foringi Krossreiðar, þ.e. þeirra manna, sem gerðu aðför að og vágu Magnús Jónsson að Krossi 1471. Varð úti á Mýrdalssandi s. á. (Dipl. Isl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.