Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Brynjólfsson

(15. maí 1863–9. maí 1925)

Prestur.

Foreldrar: Brynjólfur bókbindari og skáld Oddsson og f.k., hans Rannveig Ólafsdóttir dbrm. í Kalastaðakoti, Péturssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1882, stúdent 1888, með 3. einkunn (42 st.), próf úr prestaskóla 1892, með 3. eink. (19 st.). Stundaði síðan barnakennslu í Múlaþingi, viðurkenndur forstöðumaður fríkirkjusafnaðar í Vallanes- og Þingmúlasókn 17. sept. 1896 og gegndi og frá 1899 fríkirkjusöfnuðinum í Reyðarfirði. Fekk Stað í Súgandafirði 24. ág. 1901, vígðist 22. sept. s. á. og hélt til æviloka. Var lengi sýslunefndarmaður vestra.

Kona (1899): Anna (f. 25. okt. 1874) Stefánsdóttir prests á Hjaltastöðum, Péturssonar.

Börn þeirra: Ingólfur búfræðingur, Stefán skrifstofustjóri í utanríkismálaráðuneyti, síðar sendiherra í Lundúnum og Kaupmannahöfn, Brynjólfur verzlm. í Reyðarfirði, Jón búfræðingur, Ragnheiður kennari, Brynveig, Haraldur, Laufey, Þorgerður, Þórdís (Óðinn XXIT; Bjarmi 1926; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.