Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvarður Auðunarson

(um 1705–1. maí 1775)

Prestur.

Foreldrar: Síra Auðun Benediktsson í Borgarþingum og kona hans Þóra Þorvarðsdóttir lögréttumanns í Bæ í Borgarfirði, Magnússonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1717, stúdent 1723. Var heyrari í Skálholtsskóla 2 vetur 1726–8. Fekk 15. mars 1728 Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, vígðist 18. apr. s.á. og hélt til æviloka. Talinn með merkustu prestum, ráðsvinnur og nokkuð féfastur. Í skýrslum Harboes er hann talinn ekki ólærður, en mjög harður og ráðríkur. Gaf 12. okt. 1767 jörðina Kambshól til barnafræðslu í Saurbæjarsókn, 1773 jörðina Iðunnarstaði Saurbæjarkirkju, Hannesi byskupi Finnssyni (sem verið hafði í fóstri hjá honum í æsku) jarðir og lausafé.

Kona 1 (16. okt. 1744, konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 26. apríl 1743). Sigríður (d. 1747) Magnúsdóttir, Sigurðssonar; hún dó af tvíburafæðingu, er voru andvana.

Kona 2 (19. júlí 1761): Valgerður (d. 1784) Pálsdóttir prests að Upsum, Bjarnasonar; þau bl. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.