Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorvaldur Ólafsson
(28. febr. 1856 – 12. maí 1938)
. Hreppstjóri. Foreldrar: Síra Ólafur (d. 4. ág. 1876, 61 árs) Pálsson dómkirkjuprestur í Rv., síðar prófastur á Melstað, og kona hans Guðrún (d. 19. sept. 1899, 78 ára) Ólafsdóttir dómsmálaritara í Viðey, Stephensen. Var bóndi á Stað í Hrútafirði 1886 –87; á Reykjum 1887–96; á Fögrubrekku 1896–1901, en síðan á Þóroddsstöðum og átti þar heima til æviloka. Mikill starfsmaður, höfðingi í lund og rausnarmaður. Bætti eignarjörð sína, Þóroddsstaði; reisti þar stórt íbúðarhús úr steinsteypu. Hreppstjóri í Bæjarhreppi í nokkur ár, er hann bjó á Fögrubrekku; hreppstjóri í Staðarhreppi 1906–34; gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Var lengi bókari við verzlun á Borðeyri samhliða búskapnum. R. af fálk. Kona (19. nóv. 1885): Ingibjörg (d. 25. ág. 1949, 93 ára) Ólafsdóttir í Skálholtsvík, Bjarnasonar; þau bl., en ólu upp nokkur fósturbörn (Kirkjubækur; o. fl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.