Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Ásgeirsson

(20. maí 1836–24. ág. 1887)

Prestur.

Foreldrar: Ásgeir dbrm. og bókbindari Finnbogason á Lambastöðum, síðar að Lundum, og f. k., hans Sigríður Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. F. í Reykjavík. Var til náms sjá síra Ólafi Pálssyni (síðast á Mel) í 4 ár (10–14 ára gamall) og síðan 1 vetur hjá síra Þórarni Böðvarssyni.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1850, varð stúdent 1858, með 2. einkunn (55 st.), próf úr prestaskóla 1860, með 2. einkunn betri (37 st.). Var næstu 2 ár kennari á Eyrarbakka. Fekk Þingmúla 11. júní 1862, vígðist 3. ág. s. á., Hofteig 1. júní 1864 (í skiptum við síra Þorgrím Arnórsson), Hjaltabakka 20. mars 1880, og við sameining Þingeyraklaustursprestakalls (1882) fluttist hann að Steinnesi, var þar til æviloka (hafði fengið lausn frá prestskap 2. mars 1887). Búmaður góður, vel látinn.

Kona 1 (26. júlí 1862): Anna Katrín (f. 28. maí 1843, d. 23. nóv. 1891) Þorsteinsdóttir stúdents og kaupmanns í Rv., Jónssonar.

Börn þeirra komust eigi upp. Þau slitu samvistir, og átti hún síðar Sigfús bóksala Eymundsson í Rv.

Kona 2 (21. maí 1870): Hansína Sigurbjörg (f. 10. apr. 1847, d., 28. jan. 1928) Þorgrímsdóttir prests að Þingmúla, Arnórssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðríður átti Kristján verzlunarmann Berndsen við Blönduós, Sigríður átti Þórarin alþingismann Jónsson á Hjaltabakka, Ásgeir verzlm. við Blönduós (Vitæ ord. 1862; Óðinn V; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.