Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Tómasson

(– – 1662)

Prestur.

Foreldrar: Síra Tómas Ólafsson að Hálsi í Fnjóskadal og kona hans Ragnheiður Árnadóttir prests í Garði, Einarssonar, Lærði í Hólaskóla (er þar 1623), virðist síðan hafa verið í þjónustu Magnúsar lögmanns Björnssonar. Er orðinn prestur eigi síðar en 1637 (líkl. aðstoðarprestur síra Gísla Jónssonar að Hrafnagili, ef ekki fullkominn sóknarprestur). Víst er, að 1642 er hann að fullu orðinn prestur að Hrafnagili og hélt til æviloka.

Kona: Guðleif Nikulásdóttir að Héðinshöfða, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Jón að Hálsi í Fnjóskadal, Jón yngri, Ólöf átti síra Magnús Illugason í Húsavík, Þórdís bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.