Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Sörensson

(um 1730– í júní 1758)

Prestur.

Foreldrar: Sören Jensen að Ljósavatni og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir prests að Hofi í Vopnafirði, Stefánssonar.

Tekinn í Hólaskóla 1746, varð stúdent 29. maí 1753, síðan djákn á Reynistað í ársbyrjun 1754, vígðist 14. ág. 1757 aðstoðarprestur síra Halldórs Hallssonar á Breiðabólstað í Vesturhópi og var það til æviloka.

Kona (7. apr. 1758): Guðrún (d. 1760) Þorkelsdóttir prests í Fagranesi, Þorsteinssonar; þau bl. Hún átti síðan síra Bjarna síðar prest að Mælifelli Jónsson (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.