Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Sívertsen

(29. mars 1798–30. apr. 1863)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson að Fjarðarhorni í Hrútafirði og kona hans Katrín Þorvaldsdóttir á Þingvöllum í Helgafellssveit, Jónssonar. Var að jarðræktarnámi í Danmörku 1818–21, með styrk af alþjóðarfé. Gerðist þá sveinn Skúla sýslumanns Magnússonar að Skarði. Bjó á hluta í Happsey 1824–34, en í Hrappsey allri (með Kiðey) 1834–63. Umboðsmaður Skógarstrandarjarða 1824–63. Var tvívegis settur sýslumaður í Dalasýslu (1829–3T til aðstoðar Skúla sýslumanni Magnússyni og eftir hann aftur 4. júlí 1837–8. júní 1838), í Snæfellsnessýslu 1848 og Strandasýslu frá 1854 fram á árið 1855. Þm. Dalam. 1845–51.

Hann var búhöldur ágætur, góðgerðasamur og naut mikils trausts manna. Hann mun hafa verið í framfarafélagi Flateyjar og stuðningsmaður Gests Vestfirðings. Grein er eftir hann (nafnlaus) í Nýjum félagsritum (um búreikninga) og ýmislegt í handritum (sjá Lbs.).

Kona (6. júní 1823): Ragnhildur (d. 1. júlí 1851) Skúladóttir sýslumanns að Skarði, Magnússonar.

Börn þeirra: Kristín átti Jón sýslum. Thoroddsen, Katrín átti fyrr síra Lárus Johnsen í Skarðsþingum, síðar Jón bókavörð Árnason í Rv., Skúli Sigurður í Hrappsey (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.