Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Stephensen (Pétursson)

(7. sept. 1830–31. sept. 1860)

Prestur.

Foreldrar: Síra Pétur Stephensen í Görðum á Akranesi og kona hans Gyríður Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar. F. að Ásum í Skaftártungu. Lærði undir skóla hjá síra Ólafi Pálssyni (síðast á Mel). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1847, varð stúdent 1853, með 2. einkunn (69 st.), próf úr prestaskóla 1855, með 1. einkunn (43 st.). Var síðan sýsluskrifari í Vatnsdal 1 ár, síðan 2 ár í Reykjavík við barnakennslu. Vígðist 5. sept. 1858 aðstoðarprestur föður síns, er þá var á Torfastöðum, og var það til æviloka.

Kona (18. okt. 1858): Guðrún (f. 28. ág. 1829, d. 7. ág. 1884) Magnúsdóttir sýslumanns í Vatnsdal, Stephensens; þau áttu eitt barn, sem dó ungt (Vitæ ord. 1858; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.