Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Snorrason, Vatnsfirðingur

(– – 1. sept. 1235)

Goðorðsmaður að Vatnsfirði.

Launsonur Snorra Þórðarsonar að Vatnsfirði (Þorvaldssonar, af hinni fornu Vatnsfjarðarætt), með Jóreiði Oddleifsdóttur,

Kona Í: Kolfinna Einarsdóttir að Staðarhóli, Þorgilssonar.

Börn þeirra: Einar, Jóreiður átti Hafþór Halldórsson.

Kona 2: Þórdís Snorradóttir lögsögumanns og skálds, Sturlusonar,

Börn þeirra: Einar að Vatnsfirði, Kolfinna f. k. Sigurðar sela (þ.e. Seltjarnar Sighvatssonar auðga). Launbörn Þorvalds: (með Helgu Ormsdóttur): Þórður; Snorri (móður ekki getið); (með Þórdísi Ásgeirsdóttur): Illugi (svo, en af annarri frásögn er að ráða að Illugi sé albróðir Páls); (með Lofnheiði nokkurri): Ketill; (með Halldóru Sveinsdóttur, Helgasonar): Páll. Þorvaldur var ójafnaðarmaður mikill. Er honum til mikillar ófremdar talið, er hann lét vega Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri, sem var þó bæði skyldur honum og hafði verið styrktarmaður hans. Þess hefndu Hrafnssynir og brenndu Þorvald inni (Sturl.; Bps. bmf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.