Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Rögnvaldsson, skáld

(um 1596–1679)

Bóndi, síðast í Sauðanesi á Upsaströnd. Faðir: Rögnvaldur á Hámundarstöðum á Árskógsströnd, Jónssonar að Krossum, Þorgeirssonar á Grund í Svarfaðardal, Allmörg kvæði eru varðveitt eftir hann, rímur af Pantalopa og Marmoría, af Króka-Ref (brot), og er margt vel orkt. Þáttur, mjög ómerkur, er af honum, eftir Gísla Konráðsson.

Sonur hans: Rögnvaldur (PEÓIl. Mm.; Saga Ísl. V; Ó.Sn. Ættb., en móðurætt Þorvalds, sem þar er rakin, getur ekki komið heim, tímans vegna).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.