Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Pálsson

(8. mars 1874 – 30. júlí 1944)

, Læknir.

Foreldrar: Páll (d. 11. mars 1919, 85 ára) Halldórsson trésmiður í Rv. og kona hans Ingibjörg (d. 22. febr. 1931, 90 ára) Þorvaldsdóttir í Framnesi í Skagafirði, Jónssonar. Stúdent í Rv. 1898 með 2. eink. (69 st.).

Lauk prófi í læknaskóla í Rv. 29. jan. 1903 með 2. eink. betri (1001 st.). Var á sjúkrahúsum í Danmörku 1903–04; kynnti sér einkum húðsjúkdóma. Settur læknir í Keflavíkurhéraði frá dec. 1904 til apríl 1905. Skipaður héraðslæknir í Hróarstunguhéraði 19. dec. 1904 frá 1. maí, en sagði því embætti lausu s. á.

Veitt Hornafjarðarhérað 29. mars 1906; sat í Höfn. Leystur frá embætti um stundarsakir 30. dec. 1911; fekk lausn 1. júlí 1912. Síðan starfandi læknir í Rv. Var einnig umboðsmaður lífsábyrgðarfélagsins Danmark.

Ókv. (Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.