Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Magnússon

(um 1670–1740)

Skáld.

Foreldrar: Síra Magnús Illugason í Húsavík og kona hans Ólöf Þorvaldsdóttir. Hann er í einni heimild talinn stúdent, en það er ólíklegt. Eftir lát foreldra sinna var hann hér og þar á flækingi, andaðist á Mel í Miðfirði, ókv. og bl. Orkti mikið, sálma, lausavísur og kvæði (sjá Lbs.).

Rímur eftir hann (í Lbs.):; Hávarðs Ísfirðings, Þórðar hræðu; Rostungsríma er honum eignuð sumstaðar. Líkl. er eftir hann (en alls ekki nafna hans Rögnvaldsson, sem talið hefir verið) síðari hluti rímna af Hrólfi kraka, Hrappsey 1777. Vikusálmar hans eru pr. í Leirárg. 1800 („Tvennar vikubænir og sálmar“) og oftar. Einstakir sálmar t. d. með „Huggunarsaltara“ síra Þorgeirs Markússonar 1775 og í „Daglegu kvöld- og morgunoffri“ 1780 og í sálmab. (Saga Ísl. VI; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.