Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Jónsson

(um 1635 enn á lífi 1713)

Prestur.

Foreldrar: Jón á Valþjófsstöðum Jónsson (Þórarinssonar prests á Skinnastöðum, Sigmundssonar) og kona hans Guðrún Jónsdóttir prests á Skinnastöðum, Þorvaldssonar, Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1656, varð skömmu síðar aðstoðarprestur síra Sigurðar skálds Jónssonar að Presthólum, fekk prestakallið eftir hann 1662. Lét að vísu af prestskap 1707, en hélt þó staðarforráðum til 1713.

Mikill vexti og rammur að afli, sparsamur og ráðvandur, en einfaldur og trúgjarn.

Kona: Ingibjörg (f. um 1637) Sigurðardóttir prests og skálds að Presthólum, Jónssonar.

Börn Þeirra: Sigurður stúdent, síra Einar aðstoðarprestur á Grenjaðarstöðum, síra Jón eldri í Miklabæ, síra Jón yngri að Presthólum, Magnús, Jón bryti að Hólum, Þórunn átti síra Eggert Jónsson á Svalbarði, Guðrún, Steinvör átti Björn að Stóru Laugum Arngrímsson, Hrólfssonar (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.