Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Jónsson

(3. sept. 1837–24. júlí 1916)

Læknir.

Foreldrar: Jón ritstjóri Guðmundsson og kona hans Hólmfríður Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1850, varð stúdent 1857, með 2. einkunn (75 st.), stundaði læknisfræði í háskólanum í Kh. 1857–9, en tók próf hjá Jóni landlækni Hjaltalín 17. sept. 1863, með 1. einkunn (87 st., 13 prófgr.). Settur 6. okt. 1863 og skipaður 6. febr. 1865 héraðslæknir í norðurhluta Vesturamts. Fekk lausn 15. nóv. 1900. Póstafgr.maður á Ísafirði 1889–1905, formaður sparisjóðs Ísf. frá stofnun hans 9. apr. 1876 til 1904, er hann var lagður við útibú landsbankans á Ísafirði, forstöðumaður þess 1904–14.

Hafði lengi lyfjabúð og bóksölu.

R. af dbr. 28. mars 1899. Var ábyrgðarmaður fyrstu tveggja tölubl. Þjóðviljans, Ísaf. 1860.

Kona (28. ág. 1864): Þórunn (f. 23. dec. 1842, d. 9. dec. 1912) Jónsdóttir prests á Gilsbakka, Hjartarsonar.

Börn þeirra: Hólmfríður átti Árna verzlunarstjóra (móðurbróður sinn) Jónsson á Ísafirði, Jón læknir á Hesteyri, Kristín kaupmaður í Reykjavík, óg., Helga átti síra Pál Stephensen í Holti í Önundarfirði, Gyríður átti Dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði, Sigríður f. k. Þorvalds verkfræðings Krabbes í Reykjavík, Ólafur stórkaupmaður í Kh. (Skýrslur; Sunnanfari IX; Lækn.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.