Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Jónsson

(19. dec. 1847–9. febr. 1925)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Hjartarson á Gilsbakka og f. k. hans Kristín Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1861, varð stúdent 1867, með 1. einkunn (90 st.), próf úr prestaskóla 1870, með 1. einkunn (49 st.), en hafði veturinn 1867–8 verið kennari að Móeiðarhvoli. Vígðist 27. ág. 1871 aðstoðarprestur síra Benedikts Eggertssonar að Vatnsfirði og gegndi þar prestsþjónustu eftir lát hans til 1872, varð síðan aðstoðarprestur föður síns. Fekk Setberg 14. maí 1875, Eyri í Skutulsfirði 12. sept. 1881, lét þar af prestskap í fardögum 1915. Dvaldist síðan um tíma í Rv., en andaðist á Ísafirði.

Prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1882–1906. R. af dbr. 7. apr. 1905. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Ritstörf: Ræður, sjá útfm. Guðmundar Brynjólfssonar, Ísaf. 1885, Kristjönu Jónsdóttur, Ísaf. 1909, Jóns Jóakimssonar, Rv. 1921. Greinir í Kirkjublaði, Nýju kirkjublaði, Óðni. Ritstjóri Þjóðviljans 1. tölubl. 1. árg.

Kona (3. sept. 1875): Þórdís (f. 3. júlí 1849, d. 15. okt. 1910) Jensdóttir rektors, Sigurðssonar. Af börnum þeirra komst upp: Kristín átti Sigurjón Jónsson framkvæmdarstjóra á Seltjarnarnesi (Óðinn VII og XII; Bjarmi, 19. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.