Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Jónsson

(1703–7. apr. 1785)

Prestur.

Foreldrar: Jón Þorvaldsson að Ljósavatni og Hóli í Kinn og kona hans Þorkatla Snorradóttir.

Lærði í Hólaskóla, var síðan í þjónustu Steins byskups Jónssonar, Fekk Fagranes 13. mars 1731, vígðist 6. maí s.á., fekk Hvamm í Laxárdal 1747 og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann lélegan vitnisburð og var áminntur um árvekni. Í harðindunum 1754–7T missti hann öll kúgildi staðarins og mestallan fénað sinn.

Kona 1 (1731): Sigurlaug Erlendsdóttir prests að Kvíabekk, Guðbrandssonar; þau bl.

Kona 2: Ingiríður Þorláksdóttir stúdents að Sjávarborg, Markússonar.

Dætur þeirra: Kristrún átti Erlend smið (föðurnafns ekki getið), Hólmfríður átti Jón Jónsson frá Árbakka, Guðrún átti Filippus nokkurn.

Kona 3: Ingiríður Jónsdóttir að Þverá í Skagafirði, Steingrímssonar.

Börn þeirra: Jón í Kleif, Þorkatla átti Eirík Guðmundsson að Fossi á Skaga, Elín, Valgerður f. k. Jóns læknis Péturssonar í Viðvík,

Kona 4 (16. jan. 1760): Málmfríður (d. 1805) Grímólfsdóttir prests í Glaumbæ, Illugasonar.

Sonur þeirra: Jón á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.