Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Hlíðdal

(23. maí 1918–7. mars 1948)

. Verkfræðingur. Foreldrar: Guðmundur (f. 10. febr. 1886) Jónasson Hlíðdal póst- og símamálastjóri í Rv. og kona hans Karólína (f. 31. dec. 1886) Þorvaldsdóttir á Þorvaldseyri, Bjarnarsonar.

Stúdent í Rv. (stærðfræðideild) 1937 með 1. eink. (7,92). Hóf nám í verkfræði sama ár í Cambridge; lauk þar Bachelorprófi 1940. Stundaði framhaldsnám við verkfræðingaskóla í Troy í N.Y. í Bandaríkjunum; lauk þar meistaraprófi í rafmagnsfræði 1942; aðstoðarkennari þar síðara námsárið. Var svo í þjónustu International Telephone and Telegraph Corporation í New York. Kom heim 1944 og gerðist þá þegar verkfræðingur hjá Landssíma Íslands. Kenndi og í 2 vetur við Loftskeytaskólann. Fórst í flugslysi á Hellisheiði. Kona: Frida, amerísk að ætt. Sonur þeirra: Peter Benjamin (Tímarit Verkfræðingafélags Íslands 1948; skýrslur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.