Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Guðmundsson

(15. júlí 1868–15. okt. 1924)

Afgreiðslumaður.

Foreldrar: Guðmundur Þórðarson í Marteinstungu og kona hans Ragnheiður Vilhjálmsdóttir. Bjó með móður sinni eftir lát föður síns.

Fluttist til Rv. 1899, og gerðist þá afgreiðslumaður í bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar, en missti heilsuna 1918. Var mjög bókhneigður, enda eignaðist hann geysimikið bókasafn. Tók þátt í ýmsum félögum, einkum good-templara og flutti þar oft erindi, einkum sögulegs efnis. Voru þau („Fyrirlestrar“) birt á prenti í Rv. 1921. Ókv. og bl. (Bjarmi, 19. árg.; Óðinn XIX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.