Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Gottskálksson

(1712–10. sept. 1762)

Prestur.

Foreldrar: Gottskálk lögréttumaður Þorvaldsson (Gunnlaugssonar) að Möðrufelli og víðar og f.k. hans Sigríður Jónsdóttir úr Flatey á Skjálfanda, Ormssonar sterka. F. á Möðruvöllum í Eyjafirði. Lærði fyrst hjá síra Þorsteini Ketilssyni að Hrafnagili og síðan hjá síra Stefáni Einarssyni. Tekinn í Hólaskóla 1727, stúdent 1735, var djákn á Reynistað í ársbyrjun 1736 til vors 1737, bjó síðan að Sjávarborg. Fekk Miklabæ 1747, vígðist 4. júní s.á. og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes er lítt látið af þekkingu hans, en hann fær allgóðan vitnisburð í visitazíuskýrslu Gísla byskups Magnússonar 1757. Var jafnan mjög fátækur.

Kona (1736): Guðrún (f. 1713, d. 1745) Ásgrímsdóttir, Einarssonar.

Börn þeirra: Ari gullsmiður, utanlands, Gottskálk útskurðarmaður í Kh. (faðir Bertels höggmyndasmiðs Thorvaldsens), Ólöf d. 1781, 50 ára (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.