Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Gizurarson

(1155–1. sept. 1235)

Prestur og goðorðsmaður.

Foreldrar: Gizur lögsögumaður Hallsson í Haukadal og kona hans Álfheiður Þorvaldsdóttir hins auðga, Guðmundssonar (hálfsystir Guðmundar dýra). Prestur í Hruna 1182–1225). Stofnaði Viðeyjarklaustur 1224, gerðist þar kanoki 1225, hefir verið þar forstöðumaður (príor) og andaðist þar. Kom mjög við mál manna og var ágætur höfðingi.

Kona 1: Jóra (d. 1196) Klængsdóttir byskups, Þorsteinssonar. Synir „þeirra: Guðmundur, Klængur djákn, Björn á Breiðabólstað, Einar, Teitur prestur og lögsögumaður.

Kona 2: Þóra yngri Guðmundsdóttir gríss á Þingvelli, Ámundasonar.

Börn þeirra: Halldóra átti Ketil prest og lögsögumann Þorláksson í Hítardal, Gizur jarl, Kolfinna (Sturlunga; Dipl. Isl.; Ob. Ísl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.