Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Böðvarsson

(9. júlí 1816–26. sept. 1896)

Prestur.

Foreldrar: Síra Böðvar Þorvaldsson á Mel og f. k. hans 16 Þóra Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1839, varð stúdent 1845 (72 st.). Vígðist 18. júní 1848 aðstoðarprestur síra Jóns Jónssonar á Barði, gegndi síðan Hofsþingum stuttan tíma og bjó á Óslandi. Fekk 15. maí 1850 Stað í Grindavík, 30. júní 1866 Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, fluttist þangað vorið 1867, lét þar af prestskap 1886, fluttist þá á Akranes og var þar til æviloka. Talinn atorkumaður, hagmæltur og gamansamur,

Kona (10. júlí 1849): Sigríður (f. 2. sept. 1823, d. 29. mars 1913) Snæbjarnardóttir prests að Ofanleiti, Björnssonar,

Börn þeirra, sem upp komust: Snæbjörn kaupmaður á Akranesi, Böðvar Jónas kaupmaður á Akranesi, Láretta Sigríður átti fyrr Kolbein Þórðarson að Neðra Skarði í Leirársveit (þau skildu, og fór hann til Vesturheims), síðar Ólaf trésmið Þorsteinsson á Akranesi (þau skildu einnig), Árni dó 1884,. Vilhjálmur Björn kaupmaður á Akranesi, síðar í Rv., Jón cand. phil. og prókonsúll Breta í Rv., Hólmfríður Kristín fór til Vesturheims og giftist þar (Skýrslur; Kirkjublað 1896; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.