Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Brochmann

(um 1693–26. maí 1763)

Fornfræðaritari.

Foreldrar: Grímur fálkafangari Jónsson í Brokey og kona hans Margrét Jónsdóttir fálkafangara í Brokey, Péturssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1717, varð stúdent 1721, fór utan 1723, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 6. nóv. 1723, varð baccalaureus 31. maí 1726, tók guðfræðapróf 26. sept. 1728, með 2. einkunn, var síðan í þjónustu Hans prófessors Grams.

Kom til landsins 1731, fór utan aftur 1732, fór til Svíaríkis í ársbyrjun 1733, var skipaður skrifari í fornfræðadeildinni í Stokkhólmi 3. dec. s. á. og hélt því starfi til æviloka (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.