Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Björnsson

(18. okt. 1833–30. nóv. 1922)

Bóndi.

Foreldrar: Björn Þorvaldsson að Bergþórshvoli og kona hans Katrín Magnúsdóttir á Leirum undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar. Bjó í Núpakoti undir Eyjafjöllum 1863–86, í Svaðbæli 1886–1905, vann þar mjög að jarðabótum, hýsti stórmannlega og nefndi býlið Þorvaldseyri. Var í Reykjavík 1905–9 og átti þá talsverðan þátt í botnvörpungsútgerð. Fluttist síðan (1909) að Núpakoti og var þar til æviloka. Orðlagður atorku- og dugnaðarmaður og burðamaður mikill. Hlaut verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda. 2. þm. Rang. 1886–9.

Kona (1864): Elín (d. 3. júlí 1906) Guðmundsdóttir í Drangshlíðardal, Jónssonar; voru þau bl. og hún mestan hluta ævinnar veik og rúmföst. Synir Þorvalds (með Ingveldi Eiríksdóttur að Brúnum, Ólafssonar): Þorbjörn fór til Vesturheims, (með Guðrúnu Gísladóttur í Brennu undir Eyjafjöllum, Ólafssonar, sjá Brynjólfur Jónsson, fræðimaður að Minna Núpi): Þorgrímur að Raufarfelli.

Börn Þorvalds (með Solveigu Unadóttur, Runólfssonar skálds í Skagnesi, Sigurðssonar): Þorbjörn verkstjóri í Reykjavík, Karólína átti Guðmund póst- og símamálastjóra Hlíðdal, Sigurjón í Núpakoti (Sunnanfari VI; Alþingismannatal; ævisaga í hdr. í Lbs. eftir Brynjólf Jónsson að Minna Núpi).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.