Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Bjarnarson

(19. júní 1840– 7. maí 1906)

Prestur,

Foreldrar: Björn Sigurðsson í Belgsholti og kona hans Ingibjörg Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar.

Lærði undir skóla í Reykjavík í 2 ár, fyrst hjá skólapiltum, er hann nefnir: Jóni Þorleifssyni, síðar presti á Ólafsvöllum, og Steingrími síðar rektor Thorsteinsyni ásamt Halldóri adjunkt Friðrikssyni, fyrra veturinn, en síðara veturinn Hannesi docent Árnasyni; var þetta að hvötum og á kostnað föðurbróður hans, Jakobs Benediktssonar, síðar prests. Var tekinn í Reykjavíkurskóla 1852, varð stúdent 1858, með 1. einkunn (91 st.). Stundaði kennslu næsta vetur á Hjaltastöðum í Útmannasveit, hjá föðurbróður sínum, síra Jakob Benediktssyni. Fór utan til háskólans í Kh. 1859, tók þar próf í heimspeki 25. júní 1860, í hebresku 1l. júní 1862 (einkunn „admissus“), í kirkjufeðralatínu 21. s.m., með 2. einkunn betri, guðfræðapróf 20. júní 1865, með 2. einkunn betri. Lagði jafnframt mjög stund á tungur, fornar og nýjar, var og um tíma 2. styrkþegi Árnasafns, fekk styrk nokkurn til að rannsaka forn íslenzk guðsorðarit, var í stjórn Nýrra félagsrita, skrifaði upp talsvert fornrita handa Árnasafni og Jóni Sigurðssyni (sjá JS. í Lbs.) o. fl.

Fekk Reynivöllu 10. sept. 1867, vígðist 10. maí 1868. Var veturinn 1867–8 á Gilsbakka hjá síra Jóni Hjartarsyni og kenndi syni hans. Fekk Mel 30. jan. 1877 og hélt til æviloka. Drukknaði í Hnausakvísl, Ritstörf: Sá um prentun Krókarefssögu, Kh. 1866; Viðræða hugrekkis og æðru (þ. e. Ph. Gualterius: Versio Isl. cap. XXVlti libri Moralium dogma inscripti), Kh. 1869; Leifar fornra kristinna fræða íslenzkra, Kh. 1878. Þýð.: Sögur úr biblíunni með myndum, Kh. 1878. Þann vetur (1877–8) var hann í Kh., með styrk til handritarannsókna. Í Andvara 1881 er eftir hann ævisaga Jóns ritstjóra Guðmundssonar.

Greinir (ádeilugreinir og ritdómar undir dulnefni, „Styrbjörn í Nesi“) eru í blöðum fyrrum; líkræða í Nýju kirkjublaði 1910; þýddi: Nytsöm hugvekja (í Kristilegum smáritum, 1865); nokkurar þýðingar í „Iðunni“ (1886 og 1889). Var með ritfærustu mönnum og jafnframt stórvirkur athafnamaður í búnaði, átti merkt og mikið bókasafn.

Kona (1875): Sigríður (f. 10. júní 1850) Jónasdóttir söðlasmiðs í Belgsholti, Benediktssonar; voru þau bæði bræðra- og systrabörn.

Börn þeirra, sem upp komust: Hólmfríður átti Sigvalda trésmið Björnsson að Bretalæk, Böðvar dó 1919, Ingibjörg átti Friðrik Arnbjarnarson að Ósi, Þuríður átti Þorstein Björnsson frá Grímstungum, Eysteinssonar, Ófeigur búfræðingur (Vitæ ord. 1868; Nýtt kirkjublað 1906; Óðinn VI; HÞ. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.