Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur Arason

(23. sept. 1849–3. mars 1926)

Póstafgreiðslumaður, r. af fálk.

Foreldrar: Ari stúdent Arason á Flugumýri og kona hans Helga Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. Var skamma stund í Reykjavíkurskóla. Tók við búi á Flugumýri eftir föður sinn, keypti Víðimýri 1896 og bjó þar síðan.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, enda áhugasamur maður, t.d. einn af helztu stofnöndum kaupfélags Skagfirðinga. Maður höfðinglyndur og gestrisinn.

Kona (21. júní 1884): Vigdís Steingrímsdóttir frá Hrauni í Öxnadal.

Börn þeirra, sem upp komust: Anna var forstöðukona kvennaskólans við Blönduós, Kristín kennari í Reykjavík, átti Helga málara Guðmundsson, Helga, Ari bankamaður í Rv., Steingrímur á Víðimýri (Óðinn XXIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.