Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorvaldur (Gunnlaugur Þorvaldur) Stefánsson

(8. apr. 1836–11. maí 1884)

Prestur.

Foreldrar: Síra Stefán Þorvaldsson í Stafholti og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. F. á Knappsstöðum í Stíflu. Var tekinn í Reykjavíkurskóla 1850, varð stúdent 1857, með 2. einkunn (75 st.), próf úr prestaskóla 1859, með 1. einkunn (45 st.).

Var 1 vetur kennari að Litla Hrauni á Eyrarbakka, næsta vetur með foreldrum sínum.

Fekk Nesþing 24. maí 1861, vígðist 9. júní s.á., Hvamm í Norðurárdal 24. febr. 1867 og var þar til æviloka (hafði að vísu fengið Árnes 19. sept. 1883, en fór þangað ekki, fekk lausn frá prestskap vegna brjóstveiki 4 dögum fyrir lát sitt).

Kona 1: Valborg Elísabet (f. 28. ágúst 1838, d. 9. ág. 1870) Sveinbjarnardóttir rektors, Egilssonar, Af börnum þeirra komst einungis upp: Benedikt Gröndal bæjarfógetaskrifari og skáld.

Kona 2 (15. júní 1872): Kristín (f. 11. apr. 1850, d. 8. apr. 1937) Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Árni kennari í Akureyrarskóla, síra Jón á Stað á Reykjanesi, Valborg Elísabet átti Sigurð stúdent Pálsson að Auðshaugi á Barðaströnd. Kristín ekkja síra Þorvalds átti síðar síra Bjarna Símonarson að Brjánslæk (Vitæ ord.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.