Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þórðarson

(um 1733–9. apr. 1809)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórður Guðmundsson á Grenjaðarstöðum og kona hans Halldóra Hjaltadóttir prests í Vatnsfirði, Þorsteinssonar. Lærði í Skálholtsskóla.

Fekk Stað í Súgandafirði 1755, vígðist 19. okt. s. á., Stað í Grunnavík 13. jan. 1763, fekk aftur Stað í Súgandafirði í sept. 1722, sagði þar af sér prestskap 1801 frá fardögum 1802, enda flosnaði hann í rauninni upp vegna fátæktar og harðinda, andaðist að Kvennabrekku (hjá síra Þórði, syni sínum). Talinn gáfnadaufur og einfaldur í kenningum.

Kona: Kristín (f. um 1742, d. 20. apr. 1804) Þórðardóttir að Veðrará, Jósepssonar.

Börn þeirra: Þórður eldri lögsagnari í Engidal, síra Þórður yngri síðast í Ögurþingum, Arngrímur, Þóra s.k. Jóns Bárðarsonar á Höfðaströnd í Grunnavík, Hallveig óg., Sigríður átti Egil Sigurðsson frá Dunki, Guðrún átti Ásgeir Þorsteinsson á Rauðamýri (HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.