Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þórðarson

(1715–29. mars 1754)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórður Þórðarson í Hvammi í Hvammssveit og kona hans Þorbjörg Eiríksdóttir prests í Lundi, Eyjólfssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1728, varð stúdent 1735. Fekk Hvamm í Hvammssveit 6. apr. 1739, vígðist 21. febr. 1740 og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann góðan vitnisburð. Var millibilsprófastur í Dalasýslu 1752–3.

Kona: Margrét (f. um 1718, d. 21. júlí 1794) Pálmadóttir lögréttumanns á Breiðabólstað í Sökkólfsdal, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Margrét átti fyrr Þórð Þórðarson á Narfeyri, varð síðar s.k. Sigurðar Ólafssonar í Ögri, Sigþrúður s.k. Jóns umboðsmanns Ketilssonar að Ósi á Skógarströnd, Halldóra átti Guðmund sýslumann Ketilsson að Svignaskarði, síra Þórður í Hvammi í Norðurárdal, Þorbjörg óg., Guðlaug óg., Þórður ókv. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.