Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þórarinsson

(– – 1695)

Prestur.

Foreldrar: Þórarinn lögréttumaður Illugason að Varmalæk og Hvítárvöllum og kona hans Þorbjörg Gísladóttir að Hrafnabjörgum, Björnssonar (prests í Saurbæ í Eyjafirði, Gíslasonar). Mun hafa lært í Skálholtsskóla, en er a.m.k. 1677–9 sveinn Gísla byskups Þorlákssonar. Fekk Borgarþing 1679, vígðist 2. nóv. s.á., bjó á Ferjubakka. Missti þar prestskap vegna of bráðrar barneignar með konu sinni 1680. Fekk uppreisn 8. apr. 1682 og leyfi til að halda sama prestakalli, en þangað var þá vígður síra Jón Eyjólfsson, og gerðu þeir samning sín í milli um þjónustu prestakallsins.

Fekk Miðdalaþing 8. febr. 1686 og hélt til æviloka. Bjó að Skörðum.

Kona 1 (13. júní 1680) Guðrún (d. 1690) Bjarnadóttir prests í Grundarþingum, Hallssonar.

Börn þeirra: Þórður (d. 1709), Sigurður vinnumaður í Hjörsey 1703 og 1706 (líkl. d. í miklu bólu, bl.), Páll að Skeljabrekku.

Kona 2: Þórunn Þorsteinsdóttir í Hlíð í Hörðudal, Sigurðssonar sst.; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.