Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þórarinsson

(28. sept. 1831 [1832, Vita]–7. júní 1917)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórarinn Erlendsson að Hofi í Álptafirði og kona hans Guðný Benediktsdóttir prests á Skorrastöðum, Þorsteinssonar, F. í Bjarnanesi. Ólst upp frá fæðingu til 11 ára aldurs að Hoffelli, hjá Eiríki Benediktssyni, síðan með foreldrum sínum.

Fekk 1847 fyrstu tilsögn í latínu hjá Sigbirni Sigfússyni (síðar presti), sama ár sendur síra Árna Helgasyni í Görðum til nánari fræðslu. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1848, varð stúdent 1856, með 2. einkunn (59 st.), próf úr prestaskóla 1858, með 2. einkunn betri (39 st.). Vígðist 5. sept. 1858 aðstoðarprestur föður síns, fekk Berufjörð 22. maí 1862, Heydali 2. apr. 1890, fekk þar lausn frá prestskap 21. mars 1910. Fór síðan til dóttur sinnar að Nesi í Norðfirði og andaðist þar.

Prófastur í Suður-Múlasýslu 1876–8. R. af dbr. 11. sept. 1908. Dagbækur hans eru nú í Lbs.

Kona (3. okt. 1861): Þórunn Sigríður (f. 20. júlí 1840, d. 26. sept. 1925) Pétursdóttir prests á Valþjófsstöðum, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðný átti síra Jón Guðmundsson í Nesi í Norðfirði, Anna s.k. Sveins alþm. Ólafssonar í Firði, síra Pétur í Heydölum (Vitæ ord. 1858; Óðinn IV; Nýtt kirkjubl. 1908; BjM, Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.