Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þorsteinsson að Upsum

(1825–1912)

Trésmiður.

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson á Ytri Másstöðum og s.k. hans Guðrún Þorkelsdóttir að Tungufelli í Svarfaðardal, Jónssonar. Bjó að Upsum frá 1855, og er lengstum kenndur við þann bæ. Hefir verið talsverður fræðimaður og safnað alþýðlegum fróðleik ýmiss konar og hagrætt, og er talsvert þess háttar frá honum í Lbs.

Fluttist vestur um haf á gamals aldri og dó í Wp.

Kona 1: Jórunn Bjarnadóttir stúdents í Bæ í Hrútafirði.

Börn þeirra: Friðrik Svarfdal, Anna Svanfríður, Freyja.

Kona 2 (ónefnd).

Sonur þeirra: Þorsteinn Þ. rithöfundur vestan hafs (Kirkjubækur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.